LEGOLAND
Stendur framar öðrum skemmtigörðum, að mati Jökuls!
Fræga lego Nyhavn ! |
Hægt er að taka beint flug til Billund.. (sem er alveg við hliðiná skemmtigarðinum..)
Garðurinn er mjög stór, mikið að skoða, matsölustaðir og tívolí tæki.. og er nær ómögulegt að komast yfir allt svæðið á einum degi! Svæðið skiptist þó niður þannig að eldri tívolí dúddar eru ekkert endilega að "hanga" í fjölskyldu tækjonum!
Þeir þurfa að ganga lengra inn í garðinn, til þess að finna "hræðilegustu" tækin..
Við skemmtum okkur þó konunglega á fjölskyldusvæðinu.. Hlógum mikið og prufuðum fullt af tækjum .. fórum í draugahús og rússíbana. Lentum reyndar í GRENJANDI rigningu, sem setti strik í upplifunina, því það varð allt pínu erfiðara (og kaldara) þegar maður var orðinn rennandi blautur - en, fyrir vikið.. var minna um raðir í tækin.
(því margir flúðu inn á veitingastaðina - eða fóru heim)
Við hins vegar vorum búin að bóka daginn í þetta - koma keyrandi langa leið, til þess eins að upplifa garðinn, og borga fullt af peningum til þess að vera þarna.. svo við reyndum að láta regnið ekki á okkur fá.. en líklega þess vegna eru ekki fleiri myndir, þar sem ég var að passa uppá búnaðinn minn.
Ég mæli með að mæta snemma, til þess að getað nýtt allan daginn þarna inni! Þetta er alveg pínu dýrt
Kaupa miða fyrirfram - það er ódýrara að kaupa miðann á netinu.. og þá engin ástæða fyrir því að vera að bíða í röð þarna fyrir utan, til þess að kaupa dýrari miða!
Kynna sér svæðið örlítið fyrirfram, til þess að ákveða hverju þið viljið ná.. svo þið "rennið ekki út á tíma".. gott að hafa með smá nesti.. til þess að getað nartað í e'ð á meðan verið er að bíða í röðum.
Annars er mjög auðvelt að næla sér í bita þarna inná svæðinu..
Ég þarf ekki sjálf að koma þangað aftur..
En ef við spyrjum prinsinn hvað hann myndi vilja gera aftur,
af öllu því sem við upplifðum í Danmörku, þá er svarið Legoland !
Ummæli