Kaupmannahöfn - Jeg elsker dig
Síðasti dagurinn okkar í Kaupmannahöfn.
- Við áttum örlítinn tíma eftir til þess að skjótast á gamlar slóðir -
Pure Happyness |
Þurftum að hafa hraðann á..
..vorum ekki á hjólum, sem hefði verið fljótlegra.
En það var fallegt veður, og það er e'ð við það að vera fótgangandi..
..þá tekur maður betur inn allt það sem er beint fyrir framan mann.
Í "gamla daga" Þá stoppuðum við stundum við þessa tjörn,
til þess að gefa öndonum brauð.
(Gæti fundið gamla bloggfærslu um það)
..annars er ég hrædd um að ég hafi verið að setja inn myndir á barnaland á þeim tíma..
H 608 |
Hér er fyrsta íbúðin okkar sem fjölskylda.. á Öresundskolleggí-inu
Magnea man þó lítið eftir því - Hún bjó þarna sín fyrstu 2 ár.
Magnea man þó lítið eftir því - Hún bjó þarna sín fyrstu 2 ár.
Og hér kíktum við á fyrsta leikskólann hennar Magneu.
Eigum eins mynd af þeim feðginum, tekin fyrir 12 árum!
(þarf að finna hana) - hér er ein
Vakti fallegar og góðar minningar..
Krúttlegur leikvöllur, og yndislegur leikskóli.
Þarna voru góðir krakkar, og góðir leikskólakennarar.
Við hittum meira að segja eina fóstruna núna,
..sem var fóstran hennar Magneu!!
Hún mundi eftir okkur, sýndi okkur inní skólastofuna..
..og knúsaði Magneu og okkur.
** Gott í hjartað **
Næst brunuðum við á leikvöll, sem var seinna í bakgarðinum okkar..
..þar var líka lítill dýragarður.
Yndislegt að koma aftur á gamlar slóðir!!
Þótti vænna um það en ég hélt..
- hefði viljað gefa þessu meira pláss í tímaplaninu okkar -
Kaupmannahöfn - Jeg elsker dig!
Ummæli