www.paldis.com | email : aldis@paldis.com | tel: +354 698.66.68 | news27 janúar 2006

Æji..

Jeg drap bara blómið mitt..
..mjér var hætt að þykja vænt um það!

Það þurfti að vökva það á hverjum degi..
..og oft á dag..?
- og það var aldrei ánægt hjá mér :(

-Ljóta blóm-

25 janúar 2006

Mig langaði svo..
..að sníkja uppskriftir..


Jeg held nebbla að jeg sjé orðin svo mikil húsmóðir í danzka..
..að jeg er soldið farin að baka.. ..sona mjér til gamans.. ;)

Fjékk nokkrar klassískar frá mömmu.. sem er nottla bezt!
En ef ÞÚ lumar á einni uppáhalds.. ;)
-þá máttu endilega senda mjér póst ;)
aldis@paldis.com

Jeg er með nokkrar óskir!
ek: Þú gerir beztu skonsur í HEIMI !!!
katrin.is: SÚKKULAÐI HRÍSKÖKURNAR.. namm namm
Ylbs: Sætabrauðið!! -hvenær fæ jeg eiginlega uppskriftina? !! hehe

obbobb Bob.. var næstum búnað gleyma..
mamma: Jeg verð eiginlega að fá SNODDAS kökuna!!

18 janúar 2006

HVORT SEGIR ÞÚ..??

"Jeg er að spúla bílinn"
eða
"Jeg er að smúla bílinn"


(þegar mar er sko.. með garðslöngu og setur þumalinn fyrir opið..
og s*úlar skítinn af bílnum
)

Við hjónin segjum sitt á hvað..
..en nebbla fleiri segja sko sitt á hvað líka.. ??
-eða hvað?

17 janúar 2006

ENN FLEIRI CELEBAR FJÖLGA SJÉR..

Cameron Diaz - Justin Timberlake
UMM Mm mm..

. . . . . . . . . . .
Fjékk mjér Ristað fransbrauð með smjöri.. og Kókómalt..

Sem minnir mig bara á Lovísuna mína !! namm namm...
Heima hjá henni gátum við skyndilega ekki fengið okkur ostabrauð..
..þar sem Unnur hafði kveikt í grillinu !!! ..aaahahaha..
- alveg óvart sko!!!

15 janúar 2006

JEG GRÆT AF HLÁTRI.. !!.. ef þig langar til að hlægja..
..af algjörri vitleysu..

Kíktu þá >> HÉR

Vona að þetta sjé nú bara grín!!! ..hehe. ...
- mætti halda að spyrillinn væri e'ð blóðtengdur mjér..?
.. samkvæmt hlátrinum..?? ..kannast soldið viðann ;)
VAR AÐ BÆTA VIÐ..

->Slide show-ið<-

Með útvöldum myndum..
..úr Daglegu Lífi 2005

14 janúar 2006

Ritstjóraskipti á DV
Ritstjórar DV, þeir Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason, hafa sagt upp störfum. Í frétta-
tilkynningu sem þeir hafa sent frá sér segir að: „DV hefur lent í ófriði í umræðum í þjóðfélaginu undanfarna daga. Nauðsynlegt er að skapa að nýju ró um blaðið og koma á vinnufriði hjá öllu því dugandi starfsfólki, sem unnið hefur á ýmsum sviðum þess. Til þess að svo megi verða höfum við sagt af okkur sem ritstjórar blaðsins frá og með deginum í dag."

Í þeirra stað hafa þeir Björgvin Guðmundsson og Páll Baldvin Baldvinsson verið ráðnir ritstjórar DV frá og með deginum í dag.

Í tilkynningu frá 365 miðlum kemur fram að Björgvin hóf störf á Fréttablaðinu þegar það var stofnað vorið 2001. Í upphafi árs 2003 réði hann sig á ritstjórn Morgunblaðsins þar til hann snéri aftur og tók þátt í stofnun Markaðarins, fylgiblaðs Fréttablaðsins um viðskipti, í apríl 2005.

Björgvin var formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, í tvö ár og sat í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna. Hann hefur stundað nám í hagfræði við Háskóla Íslands.

Páll Baldvin Baldvinsson hóf störf á DV í ágúst 2004 og hefur gegnt starfi menningarritstjóra blaðsins.

Hann var innkaupastjóri Stöðvar 2 1987-1990, dagskrárstjóri 1995-2001 og listrænn ráðunautur Leikfélags Reykjavíkur 1991-1995. Páll Baldvin var ritstjóri Stúdentablaðsins 1975-1977 og hefur fjallað um menningarmál í fjölmiðlum frá 1970 á Tímanum, Þjóðviljanum og DV, RÚV, Stöð 2 og NFS.

Páll Baldvin er menntaður í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og leikhúsfræði frá Goldsmith College í London.


-Texti frá mbl.is -

13 janúar 2006

KEYPTI BLÓM..


..til að lífga upp á heimilið mitt.

- en eftir 1 dag..
... . . fór það að fölna.. .

Setti það á ofninn, og það er að
lifna við aftur.. :) *jeij*

Þá tek jeg gleði mína á ný ! :))

-Mr. ET-

11 janúar 2006


SKOÐA BLAÐIÐ


Jeg hef sem betur fer aldrei keypt DV !
- og jeg ætla sko aldrei að gera það hjér eftir!->Undirskriftarlisti<-


UPPLÝSINGAR FRÁ DEIGLUNNI

Að gefnu tilefni skorum við undirrituð á blaðamenn og ritstjóra DV að endurskoða ritstjórnarstefnu sína og sýna ábyrgð og virðingu í umfjöllun um menn og viðkvæm málefni. Jafnframt eru eigendur og útgefendur blaðsins minntir á þá samfélagslegu ábyrgð sem fylgir því að gefa út fjölmiðil.

Söfnun undirskrifta er lokið. Alls skráðu

32.044
nafn sitt við ofangreinda áskorun.

Áskorunin verður birt hlutaðeigandi aðilum síðar í dag.Söfnun undirskrifta hófst kl. 11:00 þann 11.1.2006 og henni lauk kl. 11:00 þann 13.1.2006. Á þessum tveimur sólarhringum söfnuðust að meðaltali rúmlega 11 undirskriftir á hverri einustu mínútu.

Takk fyrir stuðninginn!stofan


Ó mæ.. .

08 janúar 2006

KYNÞOKKAFYLLSTA KONA ársins 2005 ??

-> KJÓSIÐ HJÉR <-

..hvern kaustu?? tíhí ;)

JÓLA ÖL

Held að jeg verði að segja þetta eitt sniðugasta dagatal, sem jeg hef sjéð lengi.. ;)
Góð hugmynd fyrir næstu jól.. til að vera hin fullkomnasta kærasta.. ;)

- jeg mundi allavegana -heilla vinina uppúr skónum..

- Kannski að jeg geri bara sona kókflösku-dagatal, handa mínum manni..? ;)

07 janúar 2006

Ég á eina frænku..

..sem er svo ótrúlega sniðug og skemmtileg!!!
Var að lesa hjá henni blogg.. þar sem hún var að lýsa -sinni upplifun af jólaboði, sem við báðar vorum í.. ..og jeg gat ekki annað en hlegið.. ekki frekar en fyrri daginn.. sem jeg las skriftin hennar!
Hún er svo sniðug!
Nema bara, hvað ..
..fyrir mjér, var hún eins og sjóaði gaurinn í Dressmann Auglýsingonum.. Sem snýr sjér við í slómó.. og glottir útí annað! Þú varst stórglæsileg! Eins og allt sem þú kemur nálægt!
- Þér og þínum til sóma! -
En ef þig langar í svona *glitr* dót..
..þá er hægt að fá GULL pallíettu hárband í NÍNU (fínu)- á Akranesi.. ;) ..hehe
- Uppáhalds búðin hennar Dorritar!!
Hún keypti sjér nebbla einu sinni tösku þarna..
..og eftir það -hefur fr.Nína haft sig alla við, að panta inn töskur.. ;)

(þar er líka hægt að kaupa sona pallíettu belti, eins og tískudrottnig fjölskyldunnar var með á gamlárs.. ;)
nema bara.. hvað þetta er hagstæðara sona í búðum útá landi..
..heldur en í stórborginni..
)
- Svo er líka hægt að fá "skaphringi"
..sem skipta um lit.. eftir hitastigi fingursins..
ÓTRÚLEGA SKEMMTILEGT!

- svoleiðis er líka hægt að fá í dótabúðinni í Kringlunni !!!

Veit ekki hvort jeg geti bennt fólki á fleira sniðugt hjá NÍNU ??
.. kannski.. ? Kínaskó.. ..kannski..?

05 janúar 2006

P*aldis Ljónshjarta


vá.. jeg fjékk svo falleg orð.. frá henni Sigrúnu Ósk..
..að mig langaði að setja þau hingað inn..
- Leikurinn góði.. 1. þar sem hún segir e'ð handahófskennt til mín -


Aldís er ævintýrakona. Blanda af Línu langsokki, Ronju ræningjadóttur og Jónatani Ljónshjarta. Er allt í einu að fatta að öll þessi ævintýri eru eftir Astrid Lindgren. Ef Astrid hefði hitt Aldísi hefði hún pottþétt skrifað bók um hana! Eftirtalið á hún helst sameiginlegt með þessum karakterum:

Línu langsokk: Þegar Aldís eldaði á Leifsgötunni gat maður allt eins átt von á því að finna pönnukökur í loftinu og síróp inní eldavélinni! En maturinn var alltaf ROSALEGA góður. Og súkkulaðikakan… mmm… best blaut, hehe. Svo stendur hún á höndum eftir pöntun og leikur aðrar fimleikalistir inná stofugólfi.

Ronju ræningjadóttur: Aldísi er meinilla við reglur eins og sannast best á appelsínugulu þrumunni í eigu tilvonandi barnsföður hennar. Hehe, segi ekki meir! Já, og innkaupakarfan maður, hahaha.
Svo klippir hún sig sjálf eins og ekkert sé. Og annað fólk ef það óskar eftir því! Algjört aukaatriði að vera búin að læra klippilist. Svo saumar hún rauða sauma í gallabuxurnar sínar og spreyjar leðurstígvélin sín með gullspreyi ef henni dettur það í hug.
Hún er líka með grallaralegasta bros í heimi (eins og Ronja) og hlær líka eins og ræningjadóttir.

Jónatani ljónshjarta: Aldís þorir öllu. Og ég meina ÖLLU. Hún er týpan sem myndi fara á flakk frammi á gangi um miðja nótt með kerti í þunnum náttkjól ef hún heyrði skrítin hljóð, eins og í hryllingsmyndunum. Aldís manstu á Leifs þegar við heyrðum hljóðin? Ég lá grátandi undir sæng meðan Aldís sprellaði sér upp á óupplýst háaloft með gemsann sinn að vopni (var með vasaljósi sko) og kom niður með NORN sem hún náði í uppá lofti! Og ekki má gleyma fyrsta djammkvöldinu okkar þar sem ég stóð titrandi af hræðslu á nærbuxunum í eins metra hæð og stökk ekki fram af fyrr en Gokart tók mig í fangið! Þá var ljónshjartað búin að stökkva sjö sinnum fram af tíu metrunum án þess að blása úr nös… JÆKS! ÓTRÚLEG!

Þrátt fyrir almennan töffaraskap og Ronjulæti getur Aldís verið ótrúlega kvenleg. Spilar á fiðlu og syngur eins og engill (líka í stigaganginum upp í stúdíóið hjá Steen Evald). Hún er líka eina konan sem kemst upp með að mæta í brjáluðum pallíettukjól á ball á Breiðinni!

Síðast en ekki síst er Aldís hæfileikaríkasti ljósmyndari Íslands í dag – bíðiði bara! Ég er að segja ykkur það!

..jeg bara trúi því ekki sjálf að jeg sjé svona ævintýraleg.. hehe
Lína Langsokkur - Ronja Ræningjadóttir - Jónatan Ljónshjarta
Þetta er bara bezta blanda í heimi! ;)
-Takk kærlega fyrir mig-