WEZT 2020 - part I/V

2020 Sumarfríið byrjaði með APPESLÍNUGULRI VIÐVÖRUN !! 15.Júlí

Lóndrangar - Snæfellsnes / Ísland

Þetta eru ekki einusinni ýkjur..
Við vorum loxins að fá langþráð frí saman fjölskyldan, (brjálað alltaf að gera)
+ covid stress 

Vorum búin að fylla bílinn af tjald-útilegu dóti.. því draumurinn var að færa okkur Vestur. 
Mögulega stoppa og tjalda í Flatey.. og færa okkur svo yfir á Vestfirðina
tjalda þar á Rauðasandi!!! ** Þetta sá ég í hyllingum **

Sem er nú heldur betur lúxus - þótt planið hafði verið annað..

Ákváðum þó að þræða aðeins Snæfellsnesið, í þvílíku roki og rigningu !!
Koma okkur svo yfir á Vestfirði, eftir "vonda veðrið"

Rauðafeldsgjá - Snæfellsnes / Ísland

Hún var nánast ófær, þessi gönguleið að Rauðafeldsgjánni - sökum slagviðris!!
Ég lýg því ekki!! Og næstum ekkert gaman.. því þegar við vorum komin að munnanum, var svo mikið vatn í ánni, að við komumst ekkert inn - ég með myndavél um hálsinn, og krakkarnir orðnir blautir.

En við reyndum að njóta.. héldum áfram, og ætluðum okkur að keyra fyrir nesið, og enda á veitingastaðnum Bjargarsteini, sem við vissum að væri norðanmegin á Snæfellsnesinu.


Bjargarsteinn - Snæfellsnesi / Ísland
Bjargarsteinn er lítill notalegur veitingastaður,
sem gerir út á að nota afurðir úr sínu nánasta umhverfi.

Gamla húsið Bjargarsteinn var byggt sem heimili við Vesturgötu 64 á Akranesi árið 1908 og var heimili til ársins 2008 þegar kirkjan keypti húsið til að fá lóðina undir bílastæði. Fyrirtækið S.Ó. Húsbyggingar tók Bjargarstein að sér og fluttu það frá Akranesi til Borgarness þar sem húsið var endurbyggt. Núverandi eigendur ráku augun í litla húsið þar sem það stóð tilbúið til flutnings með söluskilti á og fengu þá hugmynd að það myndi sóma sér vel sem lítill veitingastaður. Draumurinn var lóð með einstöku útsýni fyrir Bjargarstein og hún fannst við sjávarkambinn í sjávarþorpinu Grundarfirði. Á lóðinni stóð fyrir gamall beitningaskúr og við hann fiskþurrkunarhjallur. Í október 2014 var tekin fyrsta skóflustungan og í fallegu veðri þann 7. desember sama ár var Bjargarsteinn sóttur. Húsin voru gerð upp, byggt var við Bjargarstein. Þann 31.júlí 2015 var veitingastaðurinn Bjargarsteinn Mathús opnaður.



MÆLI MEÐ
Mikið er gaman að njóta matar, og kynnast þannig "localnum"
Gerir svo mikið fyrir upplifunina á ferðalaginu!


_________________


Á leiðinni okkar að Bjargarsteini, stoppuðum við örlítið á nokkrum stöðum..
..en völdum samt þá staði, sem við erum ekki endilega vön að stoppa á.
Vildum sjá e'ð nýtt (þrátt fyrir ömurlegt veður = sem hamlaði okkur töluvert)

Sindri gerði snilldar kort af mögulegum stoppum..
..sem NB - við verðum að eiga að hluta til inni, vegna veðurs

MYND af kortinu hans Sindra



Keyrðum t.d. í gegnum Hellissand.. sem einkenndist mikið af veggjakroti / list..

Hellissandur - Snæfellsnes / Ísland
Hér fórnaði Magnea sér, fyrir mynd..




_________________


Síðan fundum við Frystiklefann á Rifi.
Ég hef oft heyrt af einhverju spennandi sem er í gangi þar.
Væri alveg til í að gera mér ferð þangað, til að njóta.
Hvort sem það væri notalegir tónleikar, leiksýning, eða YogaTreat.


Frystiklefinn á Rifi - Snæfellsnes / Ísland

Ólafsfjörður - Snæfellsnes / Ísland


Við Jökull fórnuðum okkur út í vindinn fyrir mynd hér.
Ég tók af honum, og hann af mér.

TAKK





 

Ummæli

Vinsælar færslur