Wezt 2020 - part IV/V

Rauðasandur

Rauðasandur 2016

Í fyrsta skiptið, þegar ég kom að Rauðasandi.. varð ég orðlaus yfir fegurðinni!!
Ég hafði aldrei verið á eins undraverðum stað !!

"Við vorum eina fólkið á sandinum, og það var sól en samt skýjahnoðrar á bláum himni, sem speglaðist á sléttum sjónum sem svo kyssti appelsínugula ströndina. Algjörlega magnað.“


Rauðasandur, sem einnig er nefndur Rauðisandur í nefnifalli, er 10 km löng sandströnd staðsett sunnarlega á Vestfjarðarkjálka, fyrir austan Látrabjarg. Það er einföld skýring á litnum á Rauðasandi.
Sandurinn fær lit sinn af skeljum hörpudisks (Chlamys islandica). 



Sólin kom og fór til skiptis..
..með eða án hennar, leit umhverfið allt um kring út eins og málverk!!

Það er hægt að keyra að Tjaldstæðinu.
Það liggur alveg vinstramegin við ströndina (ef þú stendur með sjóinn fyrir framan þig)
Þar er myndin hér efst tekin. Þar er ofboðslega mikil víðátta, og sandurinn þurr.
Margar gönguleiðir þarna allt um kring. Auðveldlega hægt að verja heilum degi þarna.
Ég vil endilega gista þarna einhverntíman !! 
** Komið á ToDo listann minn **


Hér erum við hægramegin við ströndina. Rétt fyrir neðan Saurbæjarkirkju.
Þarna er sandurinn mjög blautur, og gaman að dansa um í ævintýralegu umhverfi.
Blauti sandurinn speglar sjóndeildarhringinn.. að vera þarna, er einstök upplifun!!
Ég væri sko til í að vera þarna í marga daga!!



Elsku mamma mín :)

Takk fyrir að búa til dýrmætar minningar.
Það var enginn annar þarna sem mætti með teppi, bubblur og sæta mola.


LOVE LOVE


 

Ummæli

Vinsælar færslur