MIÐHRAUN

Þvílík forréttindi, að hafa aðgang að þessum verðmætum..
Úfnu hrauninu, fjöllunum, ferska loftinu.. dýrunum og að sjálfsögðu fólkinu okkar á Miðhrauni !!


Ég gæti merkt þessa færslu #auglýsing
..því ég ætla pínu að "auglýsa" ..eða segja frá                >> LavaWater <<



Lava Water - er bændagisting, á miðju Snæfellsnesi..
..sem frændfólk Sindra eiga og reka ;)


Miðhraun hefur verið sveitin hans Sindra síðan ég kynntist honum. 
- Undir Ljósufjöllum og Rauðukúlu -
Pabbi hans er fæddur og uppalinn á Miðhrauni..
..og Sindri var mikið þarna hjá ömmu sinni, sem barn.

Við höfum að sjálfsögðu oft lagt leið okkar þangað.
Stundum gistum við - stundum skjótumst við bara í kaffi og í fjárhúsið.

Nú í "ferðamanna-góðærinu" voru reist þarna fínustu hús.. (herbergi líka í boði)
sem hafa verið vel nýtt, þann stutta tíma sem þau hafa staðið - svo kom heimsfaraldur..

Við nutum þó góðs af, að þessu sinni..

 af því að það var laus fínasta gisting handa okkur fjölskyldunni.    >> LAVAWATER <<
#Samstarf í formi afsláttar.. (vegna fjölskyldutengsla)



- Jökull lítur um öxl -

- Tröllkarlar & Karl -

- Miðhrauns Crew -




- Frænkurnar Katrín Silja & Magnea -

- Jökull bestaskinn, með Tátu sinni -

- Táta er besti vinur barnanna -

sjá gamalt myndband : https://www.facebook.com/aldispals/videos/vb.818844554/10152314884024555/?type=3




- Gamla Miðhraunsréttin -

- Dansað uppá Steini -

- Ég fékk að lauma mér fyrir framan linsuna.. "annars gerðist það ekki" ? -

Alltaf dásamlegt að koma og slaka á í sveitinni !!Takk fyrir samveruna elsku Anna & Ingvar :)
Þangað til næst..


Ótal margt sem hægt er að skoða í stuttu færi við Miðhraun..
Eins og: Vatnshelli - Búðir - Hellnar - Löngufjörur - Djúpalónssandur - Skarðsvík - Kikjufell Saxhóll - Arnarstapi  ..svo ég nefni nokkur dæmi.


fyrir áhugasama : MBL - ferðalög // Perlur Íslands

#StyrkjumÍslenskt #FerðumstInnanlands 




Ummæli

Vinsælar færslur