Nokkur orð um okkur KONUR

Mamman og pabbinn sátu við sjónvarpið.

Mamman segir:
Ég er þreytt, og klukkan orðin margt. Ég ætla að fara uppí rúm.
Hún fór inn í eldhús og útbjó nesti fyrir börnin, tæmdi poppkornsskálina,
tók kjöt úr frysti fyrir næsta dag, gáði hvað væri eftir af kornfleksinu í pakkanum, fyllti á sykurkarið, setti sykur og skeiðar á borðið og gerði kaffikönnuna tilbúna.

Svo setti hún nokkur föt í þurrkarann, setti þvottavélina af stað,
..straujaði eina skyrtu og festi eina tölu.
Hún tók saman dagblöðin sem lágu á gólfinu.

Hún safnaði saman nokkrum leikföngum sem lágu á borðinu,
setti símaskrána niðu í skúffu, vökvaði hún blómin, tók úr uppþvottavélinni
og hengdi eitt handlæði upp svo það myndi þorna.

Hún stoppaði við skrifborðið og skrifaði miða fyrir skólann,
setti peninga á borðið fyrir börnin og tók upp eina bók sem lá undir stól.
Hún skrifaði eitt afmæliskort til vinkonu sinnar, setti frímerki á.
Svo skrifaði hún minnismiða og lagði við hliðina á dagbókinni sinni.

Þvoði sér, setti á sig næturkrem, burstaði tennurnar og greiddi sér.

Pabbinn hrópaði úr stofunni;
ég helt að þú værir að fara að sofa.

sagði hún og hellti vatni í hundadallinn, og setti köttinn út.
Gekk úr skugga um að dyrnar væru læstar.

Loks kíkti hún á börnin og talaði við eitt þeirra sem enn var að læra.
Í svefnherbergi sínu stillti hún vekjaraklukkuna, tók til föt fyrir morgundaginn..
tók rúmteppið af rúminu. - Enn skrifaði hún 3 atriði á minnismiðann.

Á sama tíma slökti pabbinn á sjónvarpinu og sagði við sjálfan sig;
nú fer ég að sofa - og það gerði hann.

TIL HEIÐURS MÁNUÐI KVENNA ??
(hvaða mánuður er það eiginlega)

Ummæli

Eru ekki allir mánuðir í árinu mánuðir kvenna? Allaveganna finnst mér enginn einn mánuður standa uppúr.... hmm jú kannski Desember... af því að þá þurfa konur (mömmur) alltaf að vera svoo öflugar á mörgum sviðum... bara hugmynd !
Mjög raunsæ saga.... !!
*NÁKVÆMLEGA EINS OG ÞETTA ER*
Nafnlaus sagði…
ég er náttúrulega bæði gömul og löt en segi bara kommon þetta hlýtur að vera að breytast! konur eiga ekki að taka allan pakkann heldur leyfa mönnunum sínum að fullorðnast. við erum ekki mömmur þeirra! ég ber virðingu fyrir köllum og veit að þeir eru fullfærir um að bera ábyrgð á heimilisstörfum og sinna þeim með prýði.
sorrý ég er aðeins reið líklega ekki síst af því ég á 3 syni og eiginmann og þoli ekki þegar verið er að gera lítið úr þeim.
ek
Nafnlaus sagði…
Já láttu hana heyra það mamma ég er alltaf að taka til !
P*aldis sagði…
hehe.. *S* gerir stundum e'ð líka sko..

Annars finnst mjér þetta soldið skemmtileg frásögn..
..hún er nottla YKT .. ..til að gera hana skemmtilegri

- tek það fram að þetta eru ekki mín skrif -

En.. svo margt að svona "litlum aukahlutum" sem þarf að klára.. sem "mamman" gerir bara í sinni daglegu rútínu, sem hún sjálf kannski tekur ekkert eftir..
..Bara hlutir sem ÞARF AÐ GERA

Jeg á til að mynda svona mömmu !!
Sem nær að gera ótrúlega margt í einu..
..án þess að mar taki sérstaklega eftir því !
Og hún er ekkert að kvarta yfir því.. þannig að það verður enn ósýnilegra..

En jeg ætla ekkert að segja að karlar sjéu ÓNYTJUNGAR !

t.d. er *S* miklu betri að taka til, heldur en jeg !!!
Nafnlaus sagði…
;)
ég á líka eina svona mömmu!! og ég er skoo betri en V að taka til...
Nafnlaus sagði…
já ég veit að þær eru til um allt mömmurnar sem eru svona en það eru líka til mömmur sem eru ekki svona og pabbar sem eru svona. ef mömmurnar sem eru svona eru ánægðar með hlutskipti sitt þá er það gott en ef þær vorkenna sér vegna þess þá er það sorglegt af því það er aldrei gaman að vera fórnarlamb eða píslarvottur.
ég trúi því að maður geti haft áhrif á hvernig mamma eða pabbi maður verður. maður getur líka haft áhrif á hvernig verkaskiptingin verður á heimilinu, hjón/sambýlisfólk getur haft áhrif á hvernig verkaskiptingin þróast og móta þannig lífstíl sinn. við þurfum ekki að ganga blindandi inn í fyrirfram ákveðin hlutverk.það er mikilægt að vera meðvitaður svo maður lendi ekki í einhverjum helv. pytti.
það að bergur er ekki sérlega duglegur að taka til hefur ekkert að gera með það að hann er karlmaður hedur egna þess að hann hefur komist upp það hingað til að ganga illa um af því foreldrar hans hafa ekki séð til þess að hann tæki ábyrgð á eigin dóti. stelpur sem búa hjá mömmu og pabba ganga líka illa um ef þær komast upp með það...
já,já ég veit að ég er húmorslaus og leiðinlegt en langar bara til að vekja ykkur til umhugsunar :)
P*aldis sagði…
..jeg hef einmitt komist upp með það, að taka ekki til eftir mig.
Og búa ekki um rúmið..

Og jeg er SVO að berjast við að ala það í mér! ..
.. soldið erfitt

En - jeg er að læra að elda :o)
P*aldis sagði…
.. Jeg er líka alltaf með allt á prjónonum.. og fer yfir í huganum, allt það sem þarf að gera fyrir háttatímann..

Nema bara, jeg næ aldrei að fara yfir allt það sem jeg hafði ætlað..
..þetta kannski lærist með tímanum

Jeg er svo ný mamma ;o)

Vinsælar færslur