Jámm.. ..það er kvöl og pína framundan..

Skólinn hans Sindra, ákvað að "hreinsa" alla nemendurna..
Næstu 2 vikur, verða þannig..
EKKERT KÓK ! !! !
Ekkert.. KJÖT !
Ekkert.. Sem er komið af dýrum.. s.s. mjólk, egg, smjör, ..veit ekki
Ekkert.. Hveiti og ger.. PASTA+BRAUÐ!
Ekkert.. SYKUR - nammi
Ekkert.. vítamín í töfluformi !!
Ekkert.. meir

Jeg verð auðvitað að ganga undir þessa áskorun líka..
..til að styðja kallinn!
- þó að jeg ætli að halda áfram að taka mitt LÝSI !

Kann þó EKKERT að búa til neinn mat,
sem ætti að smakkast sæmilega.. hehe
..með vatni..
- Við eigum bara eftir að lifa á salati og ávöxtum, sökum hugmyndaleysis..
buuhuuu..

- hugmyndir eru VEL þegnar !!! -

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Djöfull er ég fegin að vera í fæðingarorlofi frá skólanum. Hefði ekki meikað svona!!!
Nafnlaus sagði…
úff Aldís í þínum sporum myndi ég ekki sleppa mjólkurvörum þó Sindri þurfi að gera það. Allt annað er líklega í lagi.
Það er t.d. mjög góður matur sem verður til með því að steikja grænmeti í olíu á pönnu og hafa hýðishrísgrjón með.
Það eru til allskonar hveitlaus brauð og soja ostar í heilsubúðum og sykurlausar sultur líka. Ég held meira að segja að sojajógúrt sé til.
Kannski er það vitleysa í mér að kona ekki einsömul verði að fá mjólkurvörur...
k. Edda
Nafnlaus sagði…
ég gleymdi að segja að það er líka til hveitilaust pasta. Fólkið sem afgreiðir í heislubúðunum er örugglega ákaft í að gefa ykkur ráð. Ef þið hafið drukkið mikið kók þá mun hausverkur af kókskorti líklega hrjá ykkur fyrstu dagana...
hreinsandi te flýta kannski fyrir prósessnum.
edda aftur
Nafnlaus sagði…
Sveppafylltur Kúrbítur f. 4-6

2 kúrbítar
8-10 sveppir fínsaxaðir
Olía eða smjör til steikingar
Svartur pipar
Hvítlaukskrydd / salt
3 msk rjómi
1 msk sítrónusafi
1 dl nýrifinn parmesan ostur
Sólblómafræ


Kljúfið kúrbítana eftir endilöngu og skerið síðan hvern helming í fernt. Holið bitanan að innan að mestu og raðið þeim í elfast mót. Saxið sveppina og að sem kom innan úr kúrbítnum. Léttsteikið þetta í smjöri eða olíu á pönnu þar til það er orðið meyrt. Bætið nú pipar, hvítlaukssalti rjóma og sítrónusafa út í. Slökkvið á plötunni og blandið megninu af ostinum saman við. Mokið nú fyllingunni í kúrbítsbitana. Stráið parmesan osti og sólblómarfæjum yifr og bakið í ofni við 170° í 30 mín.

obboslega góður smáréttur ;)
Nafnlaus sagði…
Hvað er annars meilið þitt - get sent þér nokkrar uppskriftir af Tofú réttum ef þú mátt borða það?

Annars er eimmit fólkið í heilsubúðunum æst í hjálpa líka :)

Gangi ykkur vel :D
Nafnlaus sagði…
Hrísgrjón eða kúskús með allskonar steiktu grænmeti, helst mikil paprika steikt í olivu oliu - gott að hafa gulrætur, lauk ofl

klikkar ekki
P*aldis sagði…
Vá.. takk fyrir allar ábendingarnar.. ;)
Sindri, er að fiska eftir því hvað hinir í skólanum eru að mauka sjér.. og búin að fá ábendingu um sona "heilsubúð" sem að við þurfum að heimsækja..

..kannski að mar gerist bara grænmetisæta? Eftir þetta átak?

P.s.
Jeg held að jeg leyfi mjér að klára.. það sem ennþá er til í ískápnum.. og laumist í það.. á meðan Sindrinn er í skólanum.
Þori ekkert að snar-velta matarvenjonum..
..þar sem jeg ber ábyrgð á örðum ;)

En þetta er auðvitað forvitnilegt.. og bara hollt !
- ætti að gera öllum gott.. held jeg..
P*aldis sagði…
.. jeg hef heyrt já af alls konar sona..
-soja mjólk-
-soja jógúrt-

..en, æj..
Þetter hálf blátt á litinn.. minnir mig..

Forvitnilegt að prófa .. .
..þeir sem drekka þetta, segja að
venjulegar mjólkurafurðir sjéu eytur..?
-
en segja kannski líka, að maríjúana sjé lækningarjurt..
Nafnlaus sagði…
það er ekkert mál að skippa rjóma og mjólkurdóti í eldamennsku ef þið notið kókosmjólk í staðin. mmm kókosmjólk. svo er alveg til fín sojajógúrt en ég held það sé rosa mikill sykur í svoleiðis dóti en þú getur mixað sojasmúthí með berjum og banana og svona úr sojamjólk og það er brjálað gott. og svo er hrísmjólk víst svakalega góð segja þeir, sæt og nammigóð út á hafragrautinn. sendu mér meil og ég get sent þér nokkrar uppáhalds grænmetiskássur
Nafnlaus sagði…
ég vona að þú misskiljir mig ekki og haldir að ég taki þátt í þessu, neiónei hér borða ég geðveikt hollan grænmetismat og skola honum niður með kóki og júffa svo í mig nammi, mmmmmmmm nammi
Nafnlaus sagði…
Það er rosalega auðvelt og gott að taka einn banana og eitt grænt epli, skera í bita og setja ólífuolíu á pönnu ásamt karrýmadrass kryddi eða bara karrý,hita olíuna og karríið saman og velta eplunum og bönunum dágóða stund í þessu. Eplin kannski pínu lengur en banananna.
kv. amma Edda
Nafnlaus sagði…
verð að athuga hvort ég kann eitthvað á þetta svæði þitt?
Vonandi er þetta komið!
amma Edda
P*aldis sagði…
Hljómar unaðslega!!

Sindri gerði þessa líka fínu grænmetis-súpu í kvöld..
..og svo hámum við í okkur hnetur.. og ávexti..
Namm namm..

Sojasmuthie - hljómar ofsa girnó!!
..Fyrir okkur opnast alveg nýr heimur.. hehe..
P*aldis sagði…
p.s.
- sindri kominn með hausverk, sökum kókleysis
P*aldis sagði…
FÍFA

Jeg var að senda þér em@il.. ;)
..vona að þú notir ennþá gamla góða, hotmail ?
Valþór sagði…
Oh my god! survivor denmark...

Vinsælar færslur