Hnetubýli í Ollerup..

Ævintýra sumarið okkar   2019
Byrjaði á þessu Heslihnetubýli








Ástæða þess að við völdum þessa staðsetningu,
var vegna þess að Magnea okkar stefndi að því að fara í æfingarbúðir í Ollerup.
Þar sem hún myndi fara með þjálfarateymi og iðkendum frá Fimleikafélagi Akraness.
Okkur fannst heldur djarft að senda barnið úr landi, án þess að vera "innan seilingar"
..svo úr varð langþráð fjölskyldu útlandaferð.
Sindri minn fann þennan Heslihnetubónda inná RB&B..
..ég var sjálf búin að vera mjög upptekin í vinnu, og hafði lítið kynnt mér aðstæður og umhverfi..

Þegar við runnum í hlaðið - seint um kvöld í niðamyrkri, leið mér pínu eins og ég væri komin svo langt frá hringiðunni.. að það væri næstum óþægilegt? Samt notalegt **
Næturgjaldið var lágt, en nauðsynlegt að hafa bíl ;)

Húsráðandinn benti okkur á, að við gætum átt von á einhverjum skordýrum.. þar sem náttúran væri allt um kring.. Morguninn eftir, þegar við kíktum útí garð, blasti við okkur þessi fallega víðátta allt um kring.. fiðrildi, og ávextir á hverri grein sem teygði sig til okkar..


Epli
Hindber

Plómur

Heslihnetur

Plómuber



Húsið að innan var nokkuð rúmgott.. 
þ.e.a.s. bar nokkur svefnpláss
..þó svo, það væri lágt til lofts.











Ég gæti alveg huxað mér að koma þangað aftur! 
Upplifðum margt skemmtilegt þarna í nágreni við Ollerup..
..en þessi auðn, og kyrrð var e'ð sem náði að koma mér niður á jörðina.

Ég hafði sagt skilið við vinnustaðinn minn til 5 ára.. 

 ** langþráð frí **
Ég ætlaði að ná áttum, og finna mína eigin stefnu..
..njóta barnanna minna, og halda utan um Sindra minn.


Þetta var þó bara fyrsta stopp í ævintýrasumrinu okkar.

(ef þú ýtir á eina mynd, þá getur þú flett í gegnum þær allar)








Ummæli

Vinsælar færslur