Egeskov Slot
Eins og póstkort!
Egeskov Slot er í stuttu færi við Ollerup..
og er algjörlega þess virði að upplifa. - sjá kort.
Egeskov Kastalinn er 460 ára - byggður 1554
Ábúendur Kastalans eru prinsessa Alexandra og greifinn Michael
(giftu sig í sumar)
Þau búa þarna bara í alvöru!
Alexandra er dóttir Benediktu, sem er systir Margrétar danadrottningar.
Við sáum greifann renna í hlaðið heima hjá sér, og stökkva inn !!
EN - hluti kastalans er sýningarrými, sem hægt er að borga sig inn og skoða.
Mér finnst svona batterý soldið yfirþirmandi, en um leið spennandi..
..mikil saga sem fylgir, og súrealísks..
Ég ráfaði þarna um og ímyndaði mér hvernig væri að eiga heima á svona stað..
..eða fæðast inn í slík hlutverk. Ætli það sé algert lotterý / eða ætli það sé einmannalegt?
Ætli það sé ekki gaman að fá boð í gleðskap í slíka höll !?
Ætli það séu haldin partý þarna ??
Ætli kóngafólkið hafi klætt sig í fína kjóla og sett í sig hárgreiðslur á hverjum degi?
Ætli manni langi alltaf í meira - eða, verður maður saddur af velmegun?
Ég trúi því samt, að kóngafólkið í dag.. standi nær "almúganum" en á árum áður..
Ætli Alexandra prinsessa fari einhverntíman í matvörubúð ?
Sindri minn tók þessa. |
Jökull minn tók þessa. |
Ummæli