Þetter sko aldeilis skrítið !!!
- að halda á barninu sínu..
..sem mar sjálfur er búin að búa til !!! ??
OG JEG ÁANA !! ?
Skrítnasta og yndislegasta sem jeg veit !!
Við litla fjölskyldan, erum bara frísk og ánægð með hvort annað!!
Mamma og Vera komu í heimsókn til okkar, en eru nú farnar..
..ofsalega var nú gott að fá mömmu sína.. ..og systur !!!
Þær eru sko beztaztar í heimi geimi !! ;o)
Annars er jeg bara alveg í skýjonum..
..og dagarnir bara líða..
..og litla *Gull* dafnar og stækkar og stækkar..
- tými ekki að hún stækki svona hratt !!
að lokum pósta jeg að ganni..
- hann segir svo skemmtilega frá spítala-reynslunni..
1.júní var Aldís á þönum um bæinn að sinna hinum ýmsu verkefnum. Hún fór m.a. að ná í lykklana að íbúðinni, kaupa sófaborð og í tjekk til ljósmóðurinnar. Til að gera mjög langa sögu aðeins styttri, þá staðfesti ljósmóðirin þarna að Aldís væri komin með samdrætti og ef hún færi ekki heim að hvíla sig þá myndi barnið ekki láta bíða eftir sér mikið lengur. Sama dag var ég í skólanum að fara í gegnum rennsli og að undirbúa mig fyrir general-prufu um kvöldið. Þegar ég kom heim í kring um miðnætti var Aldís komin með samdrætti á 5 mínútna fresti. Þegar líða tók á nóttina fóru verkinir að ágerast svo að Aldís hringdi upp á sjúkrahús til að fá mat þeirra á fæðingadeildinni. Ljósmóðirin á sjúkrahúsinu sagðist ekki halda að það væri neitt að fara að gerast á næstuninni miðað við hljóðið í Aldísi. En í kring um þrjú um nóttina ákváðum við engu að síður að fara upp á sjúkrahús til að fá úr þessu skorið, enda virtist það ekki vera í spilunum að Aldís gæti sofnað. Við vorum komin upp á spítala klukkan 03:23 og á móti okkur tók ljósmóðir sem sagðist ætla að gera nokkrar athuganir. Ég er nokkuð viss um að ljósmóðirin hafi haldið að við værum taugaveikluð ungmenni sem brunuðu upp á spítala við minnsta tilefni, enda Aldís sett 7.júní og hún bar sig afar vel, pústaði aðeins í 'samdráttunum'. En ljósmóðurinni til mikillar furðu, og okkur sömuleiðis, þá leiddu athuganir hennar allt annað í ljós. Aldís var komin með 4 í útvíkkun og ég sagði við ljósmóðurina, "Við erum semsagt ekkert að fara heim?" Og tók upp símann og byrjaði að tilkynna okkar nánustu um að núna væri þetta að fara í gang. Ljósmóðirin var yfir sig bit á þessu, trúði þessu hreinlega ekki og lét hafa það eftir sér að Aldís væri bara fædd til þess að eiga börn.
Fyrsta klukkutíman fór útvíkkunin frá 4 í 5 en síðan stóð hún í stað næsta tímann og í kjölfarið af því var ákveðið að stinga á belginn. (hleypa legvatninu út) Eftir það gekk allt frekar hratt, meira segja of hratt fyrir ljósuna. Því að hún sendi Aldísi í sturtu á meðan að hún ætlaði að fara og láta renna í baðkarið. En Aldís náði aldrei í sturtuna og ljósan náði varla botnsfylli í karið. Ég veit ekki hvað það leið langur tími eftir að stungið var á belginn þar til við vorum komin upp á fæðingarborðið, en ég held að það hafi ekki verið meira en hálftími. Þá hafði útvíkkunin farið frá 5 í 8 og aftur var ljósan alveg bit. Hehe...
45 mínútum seinna eða klukkan 08:09 að morgni föstudagsins 2.júní fæddist okkur svo dóttir. Hún kom í heiminn grenjandi, eftir stutta en átakamikla fæðingu. Í fyrstu átti hún smá erfitt með andadrátts-taktinn og þurfti hún smá hjálp svo að hún væri nú ekki að ofreyna sig svona strax í byrjun alls. En hún var fljót að meðtaka skilaboðin og við fengum hana aftur til okkar í fangið og hún fékk að sjúga brjóst. Eftir það hefur allt gengið eins og í ævintýri og móður og barni heilsast stórkostlega. Stelpan hefur fengið 10 í öllum 'tjékkum' og faðirinn, ég, er að springa úr stolti af báðum stelpunum sínum.
með unganum sínum !! ?
Jeg sem sagt.. komst aldrei á FRUMSÝNINGUNA hjá manninum mínum..
..og jeg, sem var búin að kaupa mér 2*kjóla !!!
ÓTRÚLEGA FALLEGA KJÓLA !!
- jeg var alveg eins og ófrísk - Vigdís Finnbogadóttir !!!
En kjólana keypti jeg auðvitað, með það í huga..
..að jeg gæti notað þá - eftir barnsburð
En jeg var bara svo OFSA falleg í þeim, með kúlu..
(átti hálfum sólarhring seinna)
Fjékk ekki einu sinni mynd af mér í kjólonum..
OG... sá jú aldrei stykkið hans Sindra..
Ummæli
Knús í bili
Unnsa punnsa
...STÓRKOSTLEGT EKKI SATT!
Knús og kossar Gúrý,Breki og bumban.
til hamingju með þetta stórkostlega barn! Þið eruð glæsilegar mæðgur og mikið er gaman að sjá hvað þú ert hamingjusöm. Það er svo gott að geta glaðst með öðrum :)
Gangi ykkur vel,
kv. Gunna