Guðrún Kristmundsdóttir, eigandi Bæjarins beztu, sendi Morgunblaðinu eftirfarandi tilkynningu í gær:
"Eigandi Bæjarins beztu vill biðja viðskiptavini sína afsökunar á að aðfaranótt sunnudagsins 25. júní tók starfsmaður okkar í Tryggvagötu upp á því á sitt einsdæmi að hækka verð á pylsum og gosi. Þetta var að sjálfsögðu gert án minnar vitundar og harma ég það mjög. Í staðinn vil ég bjóða þeim sem keyptu pylsur á þessu uppsprengda verði kost á því að koma til okkar 28. júní og fá ókeypis pylsu og gos."
Ummæli
...6626464