CD cover

























Þessa fallegu mynd tók ég fyrir 6 árum í Kaupmannahöfn :)
Fyrir hana Hjálmfríði Þöll Friðriksdóttur,
sem var þá að gefa út diskinn sinn Sofðu Rótt.
Hár og förðun var í höndum Guðrúnar Jónu Guðmundsdóttur.

Diskurinn inniheldur 27 vögguvísur á íslensku.
Og eru öll lögin sungin, án nokkurs undirspils.

Hún Þöll mín, hefur nánast svæft börnin mín hverja einustu nótt..
..en svona án gríns,
þá er stóra stelpan mín ennþá að biðja um að fá að sofna út frá disknum.
Svo ég á mjög auðvelt með að mæla með honum inná barnaheimili :)

Mér finnst líka æðislega sniðugt,
að Þöll hafi valið að gera þenna disk svona "hráan"
Því það er auðvelt að læra lögin, (ef maður kann þau ekki fyrir)
Og fyrir þá sem söngelskir eru, er auðvelt að radda með lögonum sjálfur..
..þegar maður liggur með barninu og er að svæfa.

Svo þessi diskur fær mín meðmæli ****


En aðal ástæðan fyrir því að ég er að minnast á hann, núna 6 árum seinna..
..er að hann er orðinn uppseldur, og nú á að farað að búa til fleiri eintök :)

Ég er því búin að vera að gramsa í gömlum fælum hjá mér,
og finna til þessi gögn..
..svo hægt sé að búa til nýtt upplag :)

























.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.

Í sumar fórum við Þöll í smá ferðalag saman...
og tókum nýjar myndir handa henni,  : sjá hér backstage myndir:
Þær myndir á að nota fyrir næsta disk ** sem er enn í vinnslu :)
Sá diskur er fullorðins :)
Ég hlakka til að heyra hann,
..þegar búið er að sjóða saman öll lögin sem eiga að vera á honum !!

Ummæli

Unknown sagði…
Takk elsku Aldís :) þú ert frábær ljósmyndari <3
Elísabet Gunnars sagði…
Yndislega falleg mynd - vá!

Vinsælar færslur