BílskúrsSalan // Akranes

Ég rambaði inn á krúttulegustu bílskúrssölu allra tíma, fyrir jólin síðustu !!
..var auðvitað með vélina um hálsinn, og smellti af nokkrum myndum 
sem áttu að rata inná www.lillenord.com ..en hafa ekki verið birtar þar ennþá . ..

Nú get ég ekki setið lengur á mér með að sýna þær ** og sérstaklega vegna þess
að þessi frábæra "búð" er bara opin stundum og stundum ekki.. og ég veit að hún
verður opin núna næstu helgi 01.- 02.mars !!!
Algjörlega þess virði að gera sér glaðan dag, búa til minningar 
** fjölskylduferð uppá Skaga.

Þegar ég var að velja mér alls konar fínt dót þarna um daginn.. 
bauð eigandinn mér inn til sín ** og sýndi mér MAGNAÐ róbóta safnið sitt !!

Myndirnar tala sínu ** njótið **






























Hægt að fylgjast með opnunartímum hér : https://www.facebook.com/kristbjorg.traustadottir
Annars er fastur opnunartími, fyrstu helgi hvers mánaðar.
Bílskúrinn er við Heiðarbraut 33 . 300 Akranesi
*sjá kort hér * 


ps.
Ætlaði varla að týma að uppljóstra þessu leyndarmáli !!
En geri það samt ** af virðingu fyrir Kristbjörgu og Björgvini

..og fyrir ykkur vini mína, svo þið getið eignast e'ð af þessu fína dóti :)
Vona samt að það verði e'ð eftir handa mér á sunnudaginn 

..svo hafa líka fleiri bent á þau, eins og Dr.Gunni
og svo kom stöð 2 í heimsókn til þeirra um daginn..

Svo þau vilja ekkert endilega vera neitt leyndarmál ;)
Ég ætti næstum því ekki að segja frá því heldur, 
hvað verðmiðarnir hjá þeim eru sanngjarnir..
...næstum ósanngjarnir fyrir þau !


Kærleikskveðja ** Aldís Skagastelpa


Ummæli

Vinsælar færslur