Fyrir þá sem misstu af Fréttablaðinu..



Smekkurinn
Aldís Pálsdóttir ljósmyndari
og nýbökuð móðir

Gulllitað í uppáhaldi ásamt niðurmjóum Levi‘s-gallabuxum

Spáir þú mikið í tískuna?
Já og nei. Mestu skiptir að vera sátt við sjálfa mig. Hvort ég fylgi tískustraumum er aukaatriði.

Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum?
Glamúr í bland við rokk.

Uppáhaldshönnuðir eða fatamerki?
Uppáhalds hönnuðurinn minn er Guðrún Lárusdóttir. Hún var búningahönnuður hjá Latabæ og er núna hjá Nikita. Svo held ég líka með Aftur-systrum!

Flottustu litirnir?
Gull er í algjöru uppáhaldi og svo klikkar rauður aldrei. Svo finnst mér brúnn fallegur litur, ef hann bara klæddi mig betur myndi ég nota hann oftar.

Hverju ertu veikust fyrir?
Bolum. Ég gæti lifað sátt ef ég ætti bara tvennar buxur og einar leggings með heilmiklu úrvali af bolum.

Hvaða flík keyptir þú þér síðast?
Ég keypti mér þetta fína síða sebramunstraða vesti, sem ég er í á myndinni.

Hvað finnst þér flottast í tískunni núna?
Mér finnst skemmtilegt hvað "80´s" er orðið sjáanlegt á götum Kaupmannahafnar þar sem ég bý. Mér finnst eighties flott. Hvað er annars í "tísku"?

Hvað ætlarðu að kaupa þér fyrir haustið?
Mig langar í jakka sem er munstraður eins og hnattlíkan í pastellitum. Ég sá gamla konu í svoleiðis jakka í strætó um daginn og ég var næstum stokkin út á eftir henni, til að bjóða í jakkann.

Uppáhaldsverslun?
Secondhand-búðirnar; Wasteland og Köbenhavn K og svo auðvitað H&M sem klikkar sjaldan.

Hvað eyðir þú miklum peningum í föt á mánuði?
Ekki miklum! Held jafnvel að ég hafi náð að eyða engu einn mánuðinn á árinu. Væri sátt ef ég gæti sagt 20.000 kr.

Hvaða flíkur gætir þú ekki verið án?
Leggings, ekki spurning, með eindæmum margnota og þægileg flík.

Uppáhaldsflík?
Niðurmjóu Levi´s-gallabuxurnar mínar og náttbuxurnar hans Sindra, kærasta míns.

Hvert myndir þú fara í verslunarferð?
Kína, bara.. langar þangað og New York auðvitað.

Ljótasta flík sem þú hefur keypt þér?
Við hjónin erum nú ekki sammála um það. En ég kom heim um daginn, með loðna peysu frá Aftur-systrum. Sem kærastinn sagði vera þá ljótustu flík sem hann hefði nokkru sinni séð. Ég er ekki sammála.

Ummæli

Vinsælar færslur