Hermundur Rósinkranz







































































Ég hitti Hermund Rósinkranz stutta stund um daginn.. 
..hann las í mig yfir kaffibolla, og sagði mér nákvæmlega "hvernig ég er" 
 Ég fann að ég var pínu vör um mig, ég var ekki "undirbúin" 
..var ekki að reikna með að láta spá fyrir mér (eða neitt þess háttar) 
Ég ætlaði bara að smella af honum mynd **

 Hann var m.a. svo mikið að segja mér að það yrðu á breytingar í vinnunni hjá mér.. (ég var ekki að sjá hvernig það ætti að verða) 
..nema mögulega að ég fengi inn e'ð spennandi nýtt prívat verkefni? 
..sem væri ekkert svo ólíklegt, og engin breiting í sjálfu sér! 
"Þú átt að vera í stjórnunarstöðu.. þú átt að vera forstjóri."
"..ertu kannski að stjórna rekstri?" . ..já? kannski má segja það
..segi ég, og huxa til Paldís - freelance ljósmyndari // afgreitt?
(hann hlýtur að vera að meina það)

 Hann sá, og lýsti fyrir mér hver hefði "komið með mér inn um dyrnar" 
..og væru með mér á þessari stundu. 

Ég hló pínu innra með mér, því að lýsingarnar voru allar af hálf afskræmdu fólki. 
til að nefna dæmi; 
þá byrjaði hann að leika fyrir mig lávaxta manneskju, með annan fótinn styttri !!
"Skjagar svona um.." og svo byrjaði hann að hreyfa sig 
eins og Dísa á Hjálmsstöðum!! 
Afa systir mín, sem ég átti einstakt samband með sem barn og unglingur. 
"Þú ert ekki skírð í höfuðið á henni" sagðann svo.. "en þú berð álíka nafn?" 
Hún hét Þórdís, kölluð Dísa // (hún kallaði mig Dísu) 

Svo segir hann mér að það hafi verið önnur kona sem hafi komið inn um dyrnar með mér.. og segir mér, að hún sé illa farin í andlitinu. 
"Mjög illa farin, jafnvel bruni?" segir hann.. 
Mér náði aldrei að finnast það óhuggulegt, 
því ég huxaði til einnar ákveðinnar konu, sem ég reyndar hitti aldrei. 
Móðir langafa míns, dó af brunasárum. Sem hún hlaut, 
við að bjarga honum, ásamt öðru barni úr brennandi húsi!
Mér þótti vænt um að halda það allavegana, að sú kona væri með mér! 

 ** allavegana ** 

 Hann sagði mér fullt annað forvitnilegt á þessum stutta tíma.. 
..en, bottom línan er: að daginn eftir var mér boðin stöðuhækkun í vinnunni!! 
Og ég hef ákveðið að taka við stjórn ljósmyndadeildar Birtíngs :)


Ég veit að ég á eftir að hitta Hermund aftur..
ég fann hann á facebook : HÉR
(ef einhver verður forvitinn að hitta hann eftir þessi skrif mín)

Ummæli

Vinsælar færslur