Mig langar svo ..

..að deila með ykkur þessum myndum, sem ég tók af Bryndísi og Óla á brúðkaupsdaginn þeirra !! 31.ágúst síðastliðinn

Afi hennar Bryndísar veiktist skyndilega rétt fyrir brúðkaupsdaginn, og ljóst var að hann gat ekki verið með henni á stóra deginum. Sem henni þótti mjög miður! Hún spurði mig varlega, hvort það væri nokkuð möguleiki - að koma við hjá honum, svona rétt í lokin - þegar við værum búin að taka af þeim hjónamyndir.
(sem var gert á milli athafnarinnar og veislunnar)
Og hvort það væri möguleiki að fá mynd af þeim hjónum, með afanum.
Ég hikaði ekki í eina sek. Mér fannst þetta svo fallegt !!

..og þegar ég skoða myndirnar núna aftur, finn ég fyrir ást í hjartanu **

Elsku afinn lá sofandi í rúminu sínu, þegar Bryndísin hans settist á rúmstokkinn hjá honum og klappaði honum á kinnina, og hvað hann varð glaður að sjá hana :) og hvað það kom honum á óvart, að hún væri að koma til sín, og láta alla veisluna sína bara bíða á meðan.

Með leifi brúðhjónanna fæ ég að sýna ykkur þessar myndir.



.. þetta er ást



Ummæli

Nafnlaus sagði…

Ég sé varla myndirnar fyrir tárum, ótrúlega fallegt <3
Love
Andrea
Nafnlaus sagði…
Vá en fallegt...<3 ...og sönn ást
Sigga
Nafnlaus sagði…
Vá svooo fallegt. Myndirnar - brúðhjónin - kærleikurinn - alveg dásamlegt.
Bára Mjöll

Vinsælar færslur