Magnea..
hún hljóp í fangið á mjér, þegar jeg kom í leikskólann :o)
Var ægilega glöð að sjá mömmu sína !
Krakkarnir voru úti að leika sjér,
og Magnaða vildi sína mjér öll leiktækin..
og vildi helst að við myndum gista í kastalanum !
Við sváfum saman í dágóða stund í sitt hvoru horninu :o)
-Svo renndi hún sjér niður stóru rennibrautina.
-og svo tvisvar niður litlu
á "leiðinni heim" (tók okkur klukkutíma)
stoppuðum við í Kvikly..
..sem byrjaði vel, en endaði hræðilega !
Magnaða vildi velja allt sem færi ofaní körfuna..
..og hún mátti það líka bara alveg ..
Fullt af ávöxtum.. og svo pasta í matinn. .. ..
Lox fjékk hún nóg, og vildi fara í dótadeildina..
..sem endaði þannig að jeg þurfti að bera hana undir annarri
á meðan hún fetti sig og bretti.. og öskraði eins hátt og hún gat !!
Mjér fannst allir í búðinni glápa á mig, og vorkenna mér !!
..eða fussa yfir þessu brjálaða barni..
Svo helvítis kassaröðin..
Magnea minnkaði ekkert dramatíkina
..og svo borga.. og hún VARÐ að stinga kortinu í raufina.. og svo
og svo..
úff.. setja allt ofaní poka
og hjóla heim.. með fullt stírið af dóti..
..og brjálæðing á bögglaberanum.
- - - - - - - -
Elsku litlan mín..
jeg var búin að hlakka til í allan dag,
að fá að ná í hana og vera með henni alveg alein
- í allan dag..
..en sú stutta var ekki alveg að meika mömmu sína !
Litla Gull.. . ..komin með unglingaveikina
Jeg ætla að drífa mig uppí til hennar og hvísla í eyrað hennar hvað jeg elska hana :o)
Ummæli
Knús Begga
Þreytt börn í búðum er ekki góð blanda...
ek
kv.mamma
Einu sinni var maður áhorfandi af svona senum í búðum en núna er maður kominn inní sjálfa senuna....
greyið mitt!
styttist óðum í að Halla Elísabet verði skæð !
Halló Yndislegu stelpur :)
vá hvað ég þekki þetta!!!!
á svona stundum flýgur stundum í gegnum hausin minn....
... "ég segi upp"...
...híhí... en þetta er bara skemmtilegt eftir á :)
og auðvitað ath skvísurnar hversu langt þær komast,
HMMM....ÉG Má kaupa allt í matinn.. ég ath bara líka mað DÓTIÐ!!!!
Gaman hvað þú ert dugleg að setja inn myndir Aldís
bestukveðjur til ykkar
Íris Dögg
Þetta gerðist nokkuð oft sælla minninga með strákanna í Hagkaupum í gamla daga! Stundum vorum við bæði með þá og þá gekk það betur en stundum var ég ein með þá báða og engin skipti sér að, bara litin hornauga, en þegar Birgir var einn með þá og þeir voru á öskrinu þá komu hjálpfúsar hendur úr öllum áttum frá Florencum Nightingalum í Hagkaupum og buðu fram hjálp sína!
Edda amma