“Aldís, vinur þinn framdi sjálfsmorð um helgina”

jahá !
það er ekkert annað, hugsaði jeg
Varð orðlaus.. og tóm
Allt í einu fylltist hugur minn af spurningum,
..sem ekki var svarað

var ekki alveg að skilja..
.. ekki alveg að trúa

jeg var á leiðinni útí búð, og svo útá land..
..kláraði símtalið.. dofin – soldið hrædd innan í mér
allt í einu stend jeg útí búð, fyrir framan barnamathilluna
2 krukkur detta út úr ofhlaðinni hillunni,
með þeim afleiðingum að þær brotna með kvelli..
.. glerbrot útum allt

Asnalegt að halda bara áfram deginum..
dagurinn minn heldur áfram, en vinur minn
sá sjér ekki fært að takast á við hann!

Jeg var alveg viss um að jeg ætti eftir að
fylgjast með þessum vini mínum í framtíðinni !!!

Hann hefur alltaf verið fyrirferðamikill
– miðpunktur athyglinnar –
Hann hefur gert ALLT
Og ætlar að gera ALLT HITT

Allir sem hafað fengið að kynnast honum,
Eiga sína sögu..
frá honum, og þeirra kynnum.
Jeg á margar sögur..


Vinur minn var ofboðslega sterkur ..
.. fyrir mörgum árum, hjálpaði hann foreldrum mínum að flytja
pabba mínum var búið að kvíða fyrir að bera upp í íbúðina
* o r g e l *, sem væri svo svakalega þungt..
og það átti að fara á efri hæðina..

Vinur minn sagðist sko aldeilis redda því..
..fór úr að ofan, og bar upp helv** orgelið - einn
og til að ganga yfir strikið..
(hann þurfti alltaf að ganga aðeins lengra)
- bar hann það niður og upp aftur !!!!

Pabbi stóð eftir gapandi..
..og hefur, eftir þetta - sagt þessa sögu oft og mörgum sinnum..


Ég er ótrúlega þakklát
fyrir að hafað fengið að kynnast
þessum vini mínum !!!

Jeg er mörgum minningum ríkari..
..og get sagt börnum mínum sögur af honum

Einu sinni var hann ótrúlega nálægur mjér,
En með tímanum höfum við þroskast í sitt hvora áttina.
Og í dag, eru 2 ár síðan jeg hitti hann síðast
þó jeg hafi fengið óbeinar fréttir af honum..

Jeg vissi að hann ætti erfitt með sjálfan sig, en.. .
Eiginlega þekkti jeg hann ekki lengur,
.. eða hvað?

~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~





Benni, mjér þótti vænt um þig !!

Ummæli

P*aldis sagði…
Fyrirgefðu mjér, ef þér finnst þetta óviðeigandi færsla..
..mig langaði að koma frá mjér hugleiðingum dagsins
Nafnlaus sagði…
Elsku Aldís mín þetta er svo sorglegt. Mamma
Nafnlaus sagði…
úff veit ekki alveg hvað ég að segja annað en ... vá en sorglegt....

Ála
Nafnlaus sagði…
Stórt skard hefur verid hoggid í mannkynid tegar hetja eins og hann Benni okkar hefur fallid frá.
Hann var og er enn ómetanleg vidbót vid lífid og tilveruna hjá SVOOOO mørgum
Nafnlaus sagði…
ég samhryggist innilega.
kær kveðja,
anna.
Nafnlaus sagði…
þetta eru alveg hræðilegar fréttir Aldís! Ég samhryggist innilega.
Kv. Katrín

Vinsælar færslur