Góðir Dagar
Þetta er nú aldeilis búið að vera afdrifarík helgi !!
Jeg er búin að vera á endalausu "fyllerýi"
(eins og S. orðaði það)
Fór í leiðangur með Andreu..
..okkur vantaði báðum í búið okkar
FORUM - loppemarkaðurinn, varð fyrir valinu
og Blaa Pakhus, seinni daginn.
Jeg sem sagt kom heim -hlaðin dóti-
..sem jeg var ÝKT ánægð með !!
En S. aðeins minna ánægður ..?
Jeg er að fylla allt af drazli
Andrea keypti alveg FULLT FULLT !!!
Eigilega bara nýja stofu !
+ og nýtt eldhús !
Ummæli
*vá* þetta var svo gamAn!!
- þú ert bezti prúttari sem ég veit um - snillingur!
Andrea er búin að setja inn hjá sjér myndir!
Bananabrauð
2 egg
2 dl sykur
1 dl púðursykur
Þeytt vel saman
3 vel þroskaðir bananar stappaðir og settir saman við
2 dl haframjöl
5 dl hveiti
1 tsk salt
½ tsk matarsódi
hrært vel saman og sett í tvo lítil jólakökumót eða eitt stórt hringkökumót. Bakað í klst við 180 °
ÓGGGGIIIISSSSLLLLLEEEEGGGGA GOOOOTTTT
...og ekki vantaði.
Jæja, eitt skal þó vera á kristal tæru (eins og nýju glösin) að mér þykir alveg ennþá vænt um þig þó þú dettir svona í það ...og allt "drazlið" er líka prumpu svalt!!!
...var samt að spá. Þú keyptir spegil, en við eigum nokkra fyrir (þ.á.m. einn sem er inní skáp í plastinu og búinn að vera þar síðan í sumar). Núna eigum við fjögur sett af glösum, (veit ekki hvað mörg bollastell), tvö sófaborð og eitt borðstofuborð og 40 fermetra íbúð.
Mögnuð uppskrift hjá þér Unnur. Gæturðu hrist fram úr erminni einhverja uppskrift sem inniheldur kannski 8 morkin lime og eitt glatað epli. Við eigum nebbla ekki bananaz!
Getið nottlega notað eplið í eina litla eplaköku....ég kann ekkert á Lime - in tjah nema hún Aldís setji þig á Mohjito fyllerý....þyrfti nú samt að suga ansi lengi til að klára 8 stykki !!!